Ræktunarmarkmið FCI nr. 88
UPPRUNALAND: Bretland.
FYRSTI ÚTGÁFUDAGUR GILDANDI RÆKTUNARMARKMIÐS: 19.08.2013.
EIGINLEIKAR: Selskapshundur og fjárhundur.
FCI-FLOKKUN: Tegundarhópur 1, flokkur 1: Fjárhundur, án vinnuprófs.
HEILDARSVIPUR: Smávaxinn, síðhærður og sérlega fallegur vinnuhundur, laus við klaufsku og grófeika, mjúkur og tignarlegur í hreyfingum. Útlínur samsvara sér vel og einstakir líkamshlutar eru í jafnvægi við aðra. Ríkulegur feldur, makki og fanir, falleg lögun höfuðs og blíðlegur svipur eru mikilvægir þættir í heildarsvip.
MIKILVÆG HLUTFÖLL: Höfuðkúpan er jafnlöng trýninu, deilistaða er í innri hvörmum augna. Lengd frá axlarlið (neðri enda herða) að rassbeini/aftasta hluta lenda, er örlitið meiri en hæð á herðakamb.
ATFERLI/SKAPGERÐ: Árvakur, blíður, gáfaður, sterkur og fjörlegur. Ástúðlegur og þóknanlegur húsbónda sínum, fálátur við ókunnuga, en aldrei taugaveiklaður.
HÖFUÐ: Höfuðið er fágað og glæsilegt og án ýkja; skoðað ofan frá og frá hlið er lögun þess eins og langur, rúnaður fleygur sem mjókkar frá eyrum að nefi. Samræmi er á milli breiddar höfuðkúpu og lengdar hennar og trýnis. Stærð höfuðs skal vera í samræmi við stærð hunds.
KÚPUHLUTI HÖFUÐS:
Höfuðkúpa: Flöt, hófleg breidd er á milli eyrna og hnakkabein ekki áberandi. Yfirlína höfuðkúpu er samsíða efri línu trýnisins.
Ennisbrún: Lítil en ákveðin.
ANDLITSHLUTI HÖFUÐS:
Dæmigerður svipur tegundarinnar næst með fullkomnu jafnvægi og samsetningu höfuðkúpu og andlits, staðsetningu, lögunnar og lit augna og réttri staðsetningu og burði eyrna.
Nef: Svart.
Varir: Svartar, liggja þétt að kjálkum.
Kjálkar/Tennur: Kjálkar eru beinir, hreinir og sterklegir. Neðri kjálki vel þroskaður. Tennur heilbrigðar og með réttu, fullkomnu skærabiti, þ.e. efri tennur liggja þétt framan við neðri tennur og ganga beint upp/niður úr kjálka. Hundar skulu helst vera fulltenntir, með 42 rétt staðsettar tennur.
Kinnar: Sléttar og renna vel saman við rúnað trýnið.
Augu: Miðlungs stór, skásett og möndlulaga með svörtum hvörmum. Dökkbrún, en annað eða bæði augu geta þó verið blá eða bláflikrótt í hundum af bláa (blue-merle) litaafbrigðinu.
Eyru: Lítil, hóflega breið neðst, staðsett tiltölulega þétt saman ofan á höfuðkúpunni. Í afslöppun liggja þau aftur, en í viðbragðstöðu færast þau fram og eru borin hálf-upprétt með eyrnabrodda framfallandi.
HÁLS: Sterklegur, vel hvelfdur og nógu langur til að höfuð sé borið með reisn.
BOLUR:
Bak: Beint en sveigist mjúklega niður við lend.
Spjaldhryggur: Sveigist niður til enda.
Brjóst: Brjóstkassi djúpur og nær að olnboga. Rifbein vel hvelfd en þrengjast þegar neðar dregur svo að framfætur og axlir séu frjálsar.
SKOTT: Lágsett, rófubein mjókkar niður og nær í það minnsta niður að hæklum, vel loðið og með smá sveif uppávið. Á hreyfingu getur það verið borið hærra, en þó aldrei hærra en að baklínu. Er aldrei með hlykk.
FÆTUR:
FRAMHLUTI:
Heildarútlit: Framfætur beinir séð að framanverðu, vöðvastæltir, lýtalausir og með sterklega, en ekki þunga, beinabyggingu.
Herðar: Sérlega vel afturlagðar, aðskildar við herðakamb með hryggjarlið, en herðablöðin liggja út til hliðanna og rúma hæfilega stórt rifjahylkið. Axlarliðir vel vinklaðir.
Bógleggur: Um það bil jafnlangur herðablaði.
Olnbogi: Í sömu fjarlægð frá jörðu og að herðakambinum.
Kjúkur: Sterkar og sveigjanlegar.
AFTURHLUTI
Læri: Breið og vöðvamikil, lærbein leggjast hornrétt að mjaðmagrind.
Hné: Hnjáliðir vel vinklaðir.
Hækill: Hækilbeygjur markaðar, vel vinklaðar og djúpar með sterklegum beinum. Hækilbein eru bein og samsíða séð aftanfrá.
LOPPUR: Sporöskjulaga, þófar vel bólstraðir, tærnar hvelfdar og liggja þétt saman.
HREYFINGAR: Liprar, mjúkar og þokkafullar, með afturfótaspyrnu. Gefa hámarks yfirferð með lágmarks fyrirhöfn. Skeiðandi, fléttandi, rúllandi, stirðar eða stífar og tiplandi hreyfingar eru óæskilegar.
FELDUR:
Hárafar: Tvöfalt; yfirfeldur sléttur, langur og grófur, þel er mjúkt, snöggt og þétt. Ríkulegur makki og fanir, síðar fanir á framfótum. Afturfætur eru vel hærðir fyrir ofan hækla, en frekar snöggir fyrir neðan. Andlit er snögghært. Feldur skal vera hæfilegur og ekki yfirgnæfa hundinn eða fela útlínur hans. Afar óæskilegt er að hundar af þessu kyni séu snögghærðir.
Litur:
Gulur (sable): Hreinn eða skyggður; allt frá ljósgylltu að dökkum mahognylit, litir skulu vera í skýrum tónum. Úlfgrá eða grá litabrigði eru óæskileg.
Þrílitur (tricolour): Hrafnsvartur búkur, æskilegt er að gulbrúni (tan) liturinn sé skýr og djúpur.
Blár (blue merle): Hreinn silfurblár, svart- dröfnóttur/ýrður. Skýrir gulbrúnir (tan) litreitir æskilegir en ekki nauðsynlegir. Stórir svartir flekkir eða gul/ryðleit slikja á feldi, hvort sem er á yfirhárum eða þeli, er mjög óæskileg; heildaráhrifin eiga að vera bláleit.
Svartur & hvítur (black & white) og Svartur & gulbrúnn (black & tan): Einnig viðurkenndir litir.
Hvítir litreitir geta verið á brjósti, fótum, fönum og skottenda, sem kragi og sem blesa. Æskilegt er að öll eða einhver þessara svæða séu hvít, (nema í svörtum og gulbrúnum) en ekki nauðsynlegt. Hvítir flekkir á búk eru mjög óæskilegir.
STÆRÐ:
Æskileg hæð á herðarkamb: Rakkar 37 sm,
Tíkur 35.5 sm.
Mjög óæskilegt er að hundar séu meira en 2.5 sm yfir eða undir þessari hæð.
GALLAR: Öll frávik frá ofangreindri lýsingu eru gallar sem skulu dæmdir í réttu hlutfalli við stærð þeirra og áhrif á heilsu og velferð hundsins.
ÚTILOKANDI GALLAR:
ATH:
UPPRUNALAND: Bretland.
FYRSTI ÚTGÁFUDAGUR GILDANDI RÆKTUNARMARKMIÐS: 19.08.2013.
EIGINLEIKAR: Selskapshundur og fjárhundur.
FCI-FLOKKUN: Tegundarhópur 1, flokkur 1: Fjárhundur, án vinnuprófs.
HEILDARSVIPUR: Smávaxinn, síðhærður og sérlega fallegur vinnuhundur, laus við klaufsku og grófeika, mjúkur og tignarlegur í hreyfingum. Útlínur samsvara sér vel og einstakir líkamshlutar eru í jafnvægi við aðra. Ríkulegur feldur, makki og fanir, falleg lögun höfuðs og blíðlegur svipur eru mikilvægir þættir í heildarsvip.
MIKILVÆG HLUTFÖLL: Höfuðkúpan er jafnlöng trýninu, deilistaða er í innri hvörmum augna. Lengd frá axlarlið (neðri enda herða) að rassbeini/aftasta hluta lenda, er örlitið meiri en hæð á herðakamb.
ATFERLI/SKAPGERÐ: Árvakur, blíður, gáfaður, sterkur og fjörlegur. Ástúðlegur og þóknanlegur húsbónda sínum, fálátur við ókunnuga, en aldrei taugaveiklaður.
HÖFUÐ: Höfuðið er fágað og glæsilegt og án ýkja; skoðað ofan frá og frá hlið er lögun þess eins og langur, rúnaður fleygur sem mjókkar frá eyrum að nefi. Samræmi er á milli breiddar höfuðkúpu og lengdar hennar og trýnis. Stærð höfuðs skal vera í samræmi við stærð hunds.
KÚPUHLUTI HÖFUÐS:
Höfuðkúpa: Flöt, hófleg breidd er á milli eyrna og hnakkabein ekki áberandi. Yfirlína höfuðkúpu er samsíða efri línu trýnisins.
Ennisbrún: Lítil en ákveðin.
ANDLITSHLUTI HÖFUÐS:
Dæmigerður svipur tegundarinnar næst með fullkomnu jafnvægi og samsetningu höfuðkúpu og andlits, staðsetningu, lögunnar og lit augna og réttri staðsetningu og burði eyrna.
Nef: Svart.
Varir: Svartar, liggja þétt að kjálkum.
Kjálkar/Tennur: Kjálkar eru beinir, hreinir og sterklegir. Neðri kjálki vel þroskaður. Tennur heilbrigðar og með réttu, fullkomnu skærabiti, þ.e. efri tennur liggja þétt framan við neðri tennur og ganga beint upp/niður úr kjálka. Hundar skulu helst vera fulltenntir, með 42 rétt staðsettar tennur.
Kinnar: Sléttar og renna vel saman við rúnað trýnið.
Augu: Miðlungs stór, skásett og möndlulaga með svörtum hvörmum. Dökkbrún, en annað eða bæði augu geta þó verið blá eða bláflikrótt í hundum af bláa (blue-merle) litaafbrigðinu.
Eyru: Lítil, hóflega breið neðst, staðsett tiltölulega þétt saman ofan á höfuðkúpunni. Í afslöppun liggja þau aftur, en í viðbragðstöðu færast þau fram og eru borin hálf-upprétt með eyrnabrodda framfallandi.
HÁLS: Sterklegur, vel hvelfdur og nógu langur til að höfuð sé borið með reisn.
BOLUR:
Bak: Beint en sveigist mjúklega niður við lend.
Spjaldhryggur: Sveigist niður til enda.
Brjóst: Brjóstkassi djúpur og nær að olnboga. Rifbein vel hvelfd en þrengjast þegar neðar dregur svo að framfætur og axlir séu frjálsar.
SKOTT: Lágsett, rófubein mjókkar niður og nær í það minnsta niður að hæklum, vel loðið og með smá sveif uppávið. Á hreyfingu getur það verið borið hærra, en þó aldrei hærra en að baklínu. Er aldrei með hlykk.
FÆTUR:
FRAMHLUTI:
Heildarútlit: Framfætur beinir séð að framanverðu, vöðvastæltir, lýtalausir og með sterklega, en ekki þunga, beinabyggingu.
Herðar: Sérlega vel afturlagðar, aðskildar við herðakamb með hryggjarlið, en herðablöðin liggja út til hliðanna og rúma hæfilega stórt rifjahylkið. Axlarliðir vel vinklaðir.
Bógleggur: Um það bil jafnlangur herðablaði.
Olnbogi: Í sömu fjarlægð frá jörðu og að herðakambinum.
Kjúkur: Sterkar og sveigjanlegar.
AFTURHLUTI
Læri: Breið og vöðvamikil, lærbein leggjast hornrétt að mjaðmagrind.
Hné: Hnjáliðir vel vinklaðir.
Hækill: Hækilbeygjur markaðar, vel vinklaðar og djúpar með sterklegum beinum. Hækilbein eru bein og samsíða séð aftanfrá.
LOPPUR: Sporöskjulaga, þófar vel bólstraðir, tærnar hvelfdar og liggja þétt saman.
HREYFINGAR: Liprar, mjúkar og þokkafullar, með afturfótaspyrnu. Gefa hámarks yfirferð með lágmarks fyrirhöfn. Skeiðandi, fléttandi, rúllandi, stirðar eða stífar og tiplandi hreyfingar eru óæskilegar.
FELDUR:
Hárafar: Tvöfalt; yfirfeldur sléttur, langur og grófur, þel er mjúkt, snöggt og þétt. Ríkulegur makki og fanir, síðar fanir á framfótum. Afturfætur eru vel hærðir fyrir ofan hækla, en frekar snöggir fyrir neðan. Andlit er snögghært. Feldur skal vera hæfilegur og ekki yfirgnæfa hundinn eða fela útlínur hans. Afar óæskilegt er að hundar af þessu kyni séu snögghærðir.
Litur:
Gulur (sable): Hreinn eða skyggður; allt frá ljósgylltu að dökkum mahognylit, litir skulu vera í skýrum tónum. Úlfgrá eða grá litabrigði eru óæskileg.
Þrílitur (tricolour): Hrafnsvartur búkur, æskilegt er að gulbrúni (tan) liturinn sé skýr og djúpur.
Blár (blue merle): Hreinn silfurblár, svart- dröfnóttur/ýrður. Skýrir gulbrúnir (tan) litreitir æskilegir en ekki nauðsynlegir. Stórir svartir flekkir eða gul/ryðleit slikja á feldi, hvort sem er á yfirhárum eða þeli, er mjög óæskileg; heildaráhrifin eiga að vera bláleit.
Svartur & hvítur (black & white) og Svartur & gulbrúnn (black & tan): Einnig viðurkenndir litir.
Hvítir litreitir geta verið á brjósti, fótum, fönum og skottenda, sem kragi og sem blesa. Æskilegt er að öll eða einhver þessara svæða séu hvít, (nema í svörtum og gulbrúnum) en ekki nauðsynlegt. Hvítir flekkir á búk eru mjög óæskilegir.
STÆRÐ:
Æskileg hæð á herðarkamb: Rakkar 37 sm,
Tíkur 35.5 sm.
Mjög óæskilegt er að hundar séu meira en 2.5 sm yfir eða undir þessari hæð.
GALLAR: Öll frávik frá ofangreindri lýsingu eru gallar sem skulu dæmdir í réttu hlutfalli við stærð þeirra og áhrif á heilsu og velferð hundsins.
ÚTILOKANDI GALLAR:
- Árásargirni eða mikil feimni
- Hundur með augljósa líkamlega galla eða hegðunargalla skulu útilokaðir (hljóta 0 einkunn).
ATH:
- Bæði eistun á rökkum skulu vera eðlileg og rétt staðsett í pungnum.
- Til ræktunar skal einungis nota heilbrigð dýr af réttri tegundargerð.